top of page
Skolaslit_Kapa_Clean3.jpg

Skólaslit (myndskreyting og hönnun)

Skólaslit er hrollvekja eftir Ævar Þór Benediktsson sem lesendur munu tæta í sig. Sagan birtist fyrst sem ógnvekjandi hrekkjavökudagatal en kemur nú út í bókarformi – lengri og ógeðslegri en áður – með myndlýsingum eftir Ara H.G. Yates.

Það er 31. október. Hrekkjavaka. Allir veggir skólans eru þaktir skrauti sem vekur hroll og kitlar ótta. Í fjarska ómar ómennskt öskur. Á gólfinu má sjá hálfan íþróttakennara og handan við hornið heyrist í draghöltum uppvakningaher. Hvað í ósköpunum gerðist? Og hvernig geta krakkarnir sem enn eru ekki orðnir að skrímslum komist lifandi út úr skólanum?

Verkefnið Skólaslit hlaut Vorvinda-viðurkenningu IBBY, Hvatningarverðlaun fræðsluráðs Reykjanesbæjar og var tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla.

Það má kaupa bókina hérna:

https://www.forlagid.is/vara/skolaslit/

https://www.penninn.is/is/book/skolaslit

www.teiknari.is

teikning, teiknari, teikningar, barnabækur

Puzzlebook_FORS_Isl.jpg

Stórasla land í heimi! Þrautabók um Ísland (höfundur, myndskreyting og hönnun)

Eiginlega trúir því enginn að Íslendingar séu bara nokkur hundruð þúsund því þeir virðast vera alls staðar. Og landið er samtímis ískalt og logandi heitt, lítið og stórt … o.s.frv. Þannig er Ísland og Íslendingar – skrítinn og skemmtilegur hrærigrautur sem áhugavert væri að vita aðeins meira um.

 

Veistu hvaðan fyrstu Íslendingarnir komu? Eða hvernig norðurljósin verða til? Veistu muninn á höfrungum og öðrum hvölum eða hversu oft Íslendingar hafa unnið titilinn „sterkasti maður heims“? Langar þig að komast að því? Þessi þrautabók er full af heilabrotum, fróðleik og skemmtun og geymir næstum því allt sem gott er og gaman að vita um þetta stórasta land í heimi!

Ari Yates er eldklár teiknari sem teiknar myndir í bækur og alls konar miðla. Honum finnst skemmtilegast að gera teikningar sem segja sögu og fræða og í myndunum hans er jafnan mikið um að vera og margt að skoða. Og það spillir ekki fyrir að myndirnar hans eru alveg sprenghlægilegar … passaðu þig bara; þú gætir sprungið!

Það má kaupa bókina hérna:

https://www.forlagid.is/vara/storasta-land-i-heimi/

https://www.penninn.is/is/book/storasta-land-i-heimi-thrautabok-um-island

www.teiknari.is

teikning, teiknari, teikningar, barnabækur

Puzzlebook_FORS_Engl.jpg

Iceland: the Biggest little Country on Earth! (höfundur, myndskreyting og hönnun)

It’s hard to believe there are only a few hundred thousand Icelanders – because they seem to be everywhere! It’s a Land of Ice and Fire, small and yet BIG… that’s what Iceland and the Icelanders are like – a quirky mixture of contrasts. So plunge in and learn more!

 

Do you know where the first Icelanders came from? Or what makes the Northern Lights shine? Do you know the difference between a dolphin and a whale? Or how often Icelanders have been the “World’s Strongest Man”? Do you want to find out? This 100% Icelandic Puzzle Book is crammed with puzzles, interesting facts and fun, containing almost anything you want to know about the Biggest Little Country on Earth!

Ari Yates is a brilliant artist and author who makes illustrations for books and various other media. What he likes best is to make pictures that tell a story with an educational twist. His pictures are invariably full of life, with lots to examine and explore… as well as being hilarious, so get ready to laugh!

Það má kaupa bókina hérna:

https://www.forlagid.is/vara/iceland-the-biggest-little-country-on-earth/

https://shop.grapevine.is/products/iceland-the-biggest-little-country-on-earth

www.teiknari.is

teikning, teiknari, teikningar, barnabækur

Þegar Stúfur Bjargaði Jólunum, jólabók, yule-lads, teiknari.is, teiknari, teikning, teikningar, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Ari H. G. Yates, teikninþjónusta, illustration, illustrator

Þegar Stúfur bjargaði jólunum (höfundur, myndskreyting og hönnun)

Stúfur er kominn með kappnóg af því að vera minnsti jólasveinninn sem allir gera grín að! Hann stormar út úr Jólahellinum í fússi og hittir þá Sveinka, furðulegan jólasvein í rauðum fötum, sem þarfnast hjálpar eftir að hafa brotlent sleða sínum – því annars verða engin jól! Þeir félagar flækjast á milli helstu furðuvera Íslands í leit sinni að ráðum til að bjarga jólunum. Þeir snúa snúa vörn í sókn og ná að safna saman ýmsum kynjagripum sem búa yfir töframætti ... en ná Stúfur og Sveinki að bjarga jólunum í tæka tíð?

Í þessari einstöku bók, sneisafullri af klikkuðum húmor fyrir börn, unglinga (og vonandi líka fyrir fullorðna), leiðir höfunduri saman íslensku jólasveinana og þann ameríska á snilldarlegan hátt.

Það má kaupa bókina hérna:

https://www.penninn.is/is/book/thegar-stufur-bjargadi-jolunum

https://www.nyhofn.com/%C3%BEegar-st%C3%BAfur-bjarga%C3%B0i-j%C3%B3lunum

www.teiknari.is

teikning, teiknari, teikningar, barnabækur

Elli, Dagur í lífi drengs með ADHD, teiknari.is, teiknari, teikning, teikningar, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Ari H. G. Yates, teikninþjónusta, illustration, illustrator

Elli - Dagur í lífi drengs með ADHD (höfundur, myndskreyting og hönnun)

Bókin er gefin út af ADHD samtökunum og er byggð á raunverulegum atburðum í lífi níu ára íslensks drengs sem er með ADHD. „Börn með ADHD upplifa sig oft misskilin og fá gjarnan neikvætt viðmót þegar þau eiga erfitt með að hlýða, vera kyrr eða vinna verkefni sem þeim finnst óspennandi. Megininntak bókarinnar að gefa raunsanna innsýn í líf barna með ADHD og benda ungum jafnt sem öldnum á að það er vel hægt að líta á ADHD með jákvæðum hætti; það er hægt að „beisla“ ADHD til góðs,“ segir um bókina á síðu ADHD samtakanna.

Það má kaupa bókina hérna:

https://www.adhd.is/is/vefverslun/index/adhd-vorur/elli-dagur-i-lifi-drengs-med-adhd

https://www.forlagid.is/vara/elli-dagur-i-lifi-drengs-med-adhd/

https://www.penninn.is/is/book/elli-dagur-i-lifi-drengs-med-adhd

Hér má finna bókina á ensku:

https://publishing.cast.org/

https://www.discoverbooks.com/Elli-A-Day-in-the-Life-of-a-Kid-with-ADHD-A-Day-p/1930583907.htm?cond=0005

Og sjá umfjöllun um hana hérna:

https://www.frettabladid.is/lifid/skrifai-bok-og-greindist-me-adhd/

https://www.dv.is/fokus/2020/12/16/baekur-sem-auka-sjalfstraust-barna/

https://fb.watch/2r6-Z7Pomo/

www.teiknari.isteikning, teiknari, teikningar, barnabækur

Það Kom að Norðan, Skrímsli, saga, bók, barnabók, teiknari.is, teiknari, teikning, teikningar, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Ari H. G. Yates, teikninþjónusta, illustration, illustrator

Það kom að norðan (myndskreyting)

Þetta er hálfgerð hryllingssaga skrifuð af Guðna Líndal Benediktsyni fyrir krakka. Bókin tilheyrir flokknum Auðlesnar sögubækur á léttu máli. Bókin er einkum ætluð nemendum í 7.- 10. bekk. Þetta er fantasía. Hræðilegir atburðir fara að gerast á Siglufirði þegar torkennilegt egg rekur á land. Fullorðna fólkið byrjar að láta einkennilega og fólk fer að hverfa. Þetta endar alli í ósköpum og krakkarnir verða að berjast fyrir lífi sínu!

Þessi bók er gefin út af menntamálastofnun og er því hægt að lesa hana ókeypis á netinu.

Það má lesa bókina hérna:

https://mms.is/namsefni/thad-kom-ad-nordan-audlesin-sogubok

www.teiknari.isteikning, teiknari, teikningar, barnabækur

If I were a viking, children's book, viking, vikingsteiknari.is, teiknari, teikning, teikningar, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Ari H. G. Yates, teikninþjónusta, illustration, illustrator

If I were a Viking (höfundur, myndskreyting og hönnun)

Þessa bók gerði ég með bróður mínum, Rögnvaldi Guðmundssyni, fyrir erlendan markað og ferðamenn á Íslandi.

Lýsingin er svohljóðandi:

100% REAL AUTHENTIC ICELANDIC VIKING BOOK!

So, you think you know all about the Vikings, Huh?

Well, so did Aaron, until he casually ran into the ghost of the Viking, Leif Eirikson! Aaron is – shall we say – an “unruly” little fellow, who enjoys tormenting his teacher. But he’s about to learn that if he wants to be like a REAL Viking, it’s not all just fun and games. Join Aaron and his out-of-control classmates on an epic journey in rhymes that is also almost 92% historically accurate!

Það má kaupa bókina hérna:

https://www.forlagid.is/vara/if-i-were-a-viking/

www.teiknari.isteikning, teiknari, teikningar, barnabækur, víkingur, víkingar

Konungborna bólu baslið, skrímsli, skímslaprinsessa, prinsessa barnabók, barnabækur, teiknari.is, teiknari, teikning, teikningar, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Ari H. G. Yates, teikninþjónusta, illustration, illustrator

Konungborna Bólubaslið (myndskreyting og hönnun)

Þessi bók er eftir höfundinn Viggó I. Jónasson og hún fjallar um skrímsaprinsessu sem glímir við alveg hrikalegt vandamál. Hún vaknar með risastóra bólu á nefinu og stóra skrímslaballið er í kvöld. Hún reynir allt til að losna við bóluna en að lokum nær hún að sætta sig við það að það er allt í lagi að vera ekki fullkomin.

Það má kaupa bókina hérna:

https://www.forlagid.is/vara/konungborna-bolubaslid/

www.teiknari.isteikning, teiknari, teikningar, barnabækur

Vélmennið í grasinu, vélmenni, MMS, Menntamálastofnun, saga, barnabók, barnabækur, teiknari.is, teiknari, teikning, teikningar, Ari Hlynur Guðmundsson Yates, Ari H. G. Yates, teikninþjónusta, illustration, illustrator

Vékmennið í grasinu (myndskreyting)

Ung stúlka frá Reykjavík, hún Þóra, þarf að fara upp í sveit með pabba sínum vegna vinnu. Þegar hún fer að rannsaka nýja umhverfið sitt finnur hún gamalt neðanjarðarbyrgi. Þar sér hún svolítið sem ótrúlegt, risavaxið vélmenni. Vélmennið hefur misst "föður sinn" (víindamanninn sem bjó hann til) og veit ekkert um heiminn utan byrgisins en Þóra hjálpar honum og þau verða bestu vinir.

Bókin er ætluð börnum á yngsta- og miðstigi grunnskólans sem hafa náð tökum á undirstöðuatriðum lestar. Bókinni er ætlað að vekja með börnum lestrargleði og áhuga og kynna fyrir þeim mismunandi framsetningu texta. Aftast eru nokkur viðfangsefni sem ætlast er til að börnin vinni saman og ræði.

Þessi bók er gefin út af menntamálastofnun og er því hægt að lesa hana ókeypis á netinu.

Það má lesa bókina hérna:

https://mms.is/namsefni/velmennid-i-grasinu-gagnvirk-rafbok

www.teiknari.isteikning, teiknari, teikningar, barnabækur

teikning, teiknari, teiknari.is, teiknari.com, teikningar, teikniþjónusta, illustration, illustrator, Ari, Hlynur, H, Guðmundsson, G, Yates, Teiknari is

bottom of page